ALLT ANNAÐ AÐ SJÁ TIL LIÐSINS EN Á MÓTI DÖNUNUM...............

Það hefði að mínu mati verið nokkuð sanngjarnt ef þeir hefðu farið út úr þessum leik með jafntefli.  Ég er náttúrulega hlutdrægur en mér fannst þetta ekki verra VÍTI,sem Lukaku náði sér í, mér fannst þessi STÓRI og STERKI maður detta full auðveldlega, en svo má segja það að sumir standa betur á löppunum en aðrir  Það er erfitt að  taka einhvern einn út úr Íslenska liðinu, allir stóðu sig vel, en þó má nefna þá Albert Guðmundsson og að mínu viti má Gylfi Þór fara að  passa sína stöðu, Guðlaugur Viktor var frábær og hans þriðji leikur þar sem hann fór alveg á kostum og gott ef hann er ekki bara búinn að tryggja sér sæti í  byrjunarliðinu og svo má ekki gleyma Rúnari Alex en það var ekkert sem hann gat gert í þessum tveim mörkum, sem Ísland fékk á sig og svo var boltameðferðin hjá honum einhver sú albesta sem ég hef séð hjá markmanni, ég er sannfærður um að Hannes Þór verði ekki lengi í viðbót aðalmarkmaður liðsins........


mbl.is Naumt tap gegn Belgum á Laugardalsvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. október 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband