Föstudagsgrín

Þennan fékk ég frá dyggum lesanda og kann ég honum bestu þakkir fyrir.

Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson Fjármálaráðherra, voru  stödd í einkaþotu en þau voru að koma frá Brüssel, þar sem Ursula Von Der Layen var að leggja þeim línurnar um hvað þau ættu að gera það sem eftir lifði af kjörtímabilinu.  Hún var þokkalega ánægð me það se þau höfðu „gert“ fram til þessa  (enda höfðu þau farið í einu og öllu eftir  hennar línu og passað upp á að þjóðin fengi ekki að koma að neinu, sem máli skipti).  Þau voru mjög upp með sér yfir athyglinni sem þau höfðu fegið í Brüssel og ákváðu að bregða aðeins á leik  á leiðinni til baka.  Bjarni Ben sagði: „Ef ég myndi henda þúsund krónu seðli út myndi ég gera EINN einstakling mjög hamingjusaman“.  Þá sagði Katrín: „Ef ég myndi henda tíu þúsund krónu seðlum út myndi ég gera TÍU einstaklinga mjög hamingjusama“.  Flugstjórinn hafði heyrt samræðurnar og hann sagði: „ Ef ég myndi henda ykkur báðum út, MYNDI ÉG GERA HEILA ÞJÓÐ HAMINGJUSAMA“..........


Bloggfærslur 2. október 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband