Í HVERJU LIGGUR VERÐMUNURINN?????????

Batteríið í símanum hjá mér var orðið lélegt og ég sá fram á að ég yrði að  endurnýja það, svo ég fór að kanna hvað það kostaði.  Að sjálfsögðu athugaði ég með verðið hér á landi, því það er jú alltaf verið að tala um að það eigi að kaupa hlutina hér á landi og standa við bakið á "okkar fólki" og koma þannig í veg fyrir of mikið gjaldeyrisútflæði.  En ég verð að viðurkenna að mér fannst nú verðin á þessu batteríi nokkuð há hér á landi og það sem var enn merkilegra var að verðið var alls staðar nokkuð svipað þó að einhverjir hundrað kallar væru sem munaði eða frá 18.300 kr. til tæplega 19.000 kr.. Þá fór ég á "internetið" og endaði á því að kaupa orginal batterí í símann á 3.991 kr. hingað komið, síðan greiddi ég 3.003 kr. í toll og virðisaukaskatt SAMTALS 6.994 kr.  Þarna er MINNSTI munurinn á að kaupa þetta batterí hér á landi eða erlendis 11.306 kr. en MESTI munur er 12,006 kr..  Ég segi alveg eins og er að ég er ekki það efnaður að ég geti staðið í því að STYRKJA svona okur og ég vona bara að sem flestir sjái ástæðu til þess að gera versamanburð á hlutum áður en er keypt og að kaupmenn hér á landi geri sér grein fyrir því að einhvers staðar liggja mörkin og landinn lætur ekki endalaust OKRA á sér......


VIÐ KIPPUM OKKUR EKKI UPP VIÐ AÐ VERA SETT Á HINA OG ÞESSA MISGÆFULEGA "LISTA"...

Og svo er náttúrulega spurningin hvort "listi" sem á upptök sín á Kýpur hafi svo mikla þýðingu  fyrir Ísland, svona almennt, kannski hefur þessi "listi" einhverja þýðingu fyrir Samherja og aðra sem eru með "skúffufyrirtæki" á eyjunni.......


mbl.is Ísland úr A-flokki í B-flokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband