"THE GREAT RESET" ER SÍÐUR EN SVO EINHVER SAMSÆRISKENNING .......

Ég var að enda við að fara lauslega yfir bókina „COVID-19: THE GREAT RESET“ eftir Klaus Schwab, stjórnarformann og stofnanda „Economic Forum“ sem stendur að árlegri heimsráðstefnu um efnahag heimsins í Davos í Sviss og meðhöfundur er Thierry Malleret en hann er „hagfræðilegur greinandi innan „Economic Forum““ og geltir nokkuð hátt þegar honum er sigað.  Það sést nokkuð vel á þessari bók að það er Klaus Schwab, sem ræður ferðinni algjörlega en Thierry Malleret gjammar bara þegar honum er sigað og er bara þægur og gerir það sem honum er sagt.  Bókinni er skipt upp í þrjá meginkafla og síðan er dregin ályktun af því sem er fjallað um í þessum köflum.  Þessir aðalkaflar eru:  1.  MACRO RESET.  Í þessum kafla er fjallað um „nauðsyn“ þess að fara í  þetta RESET í alþjóðlegu samhengi með tilliti til; mismundi hagkerfa, mismunandi félagskerfa, umverfislegra þátta og tæknilegra þátta.  Út frá þessum þáttum er komist að þeirri niðurstöðu að það eigi að þurrka út öll landamæri (leggja þjóðríkin niður) og koma öllum heiminum undir eina stjórn.  Og svo er komist að þeirri niðurstöðu að covid-19 faraldurinn hafi sannað enn betur þörfina á þessari breytingu.  Þetta er stærsti kaflinn í bókinni og þar kemur nokkuð margt í ljós sem ég hélt áður að væu bara hreinar samsæriskenningar og oft á tíðum lagði ég bókina frá mér og hugsaði bara með mér "Er ég að lesa einhverja vísindaskáldsögu"?  2.MICRO RESET (IÐNAÐUR OG VIÐSKIPTI).  Vegna þess að það er draumsýn „glóbalistanna“ að leggja þjóðríkið niður þá er ekkert fjallað um fjallað um þetta RESET út frá sj´narhóli þjóðríkjanna heldur er fjallað um að öll framleiðsla og viðskipti séu  alþjóðleg og undir einni stjórn og út frá því verði allt regluverk einfaldað og tollar milli landa verði afnumdir.  Allt þetta lítur ágætlega út á blaði en ég held að flestir sjái að þetta er ekki framkvæmanlegt.  3.  INDIVIDUAL RESET (ENDURRÆSING EINSTAKLINGINS).  Samkvæmt því sem þessi kafli segir þá er það ætlunin að „forrita“ einstaklinginn þannig að hann verði algjörlega undirgefinn ákveðnu yfirvaldi, eigi ekki neitt og leigi bara það sem hann þarf á að halda.  Mikið er lagt upp úr því í þessari bók að „selja“ þessa hinum almenna lesanda þessa hugmynd og er þetta borið þannig á borð að eingöngu séu jákvæðir þættir við þetta og engi neikvæði þættir séu til við þessa hugmyndafræði.

Ég hef séð víða á netinu og á “kommentakerfum netmiðlanna“ og svo hér á blogginu, að menn afgreiða þetta GREAT RESET er bara afgreitt sem einhver SAMSÆRISKENNING en nú er komin út bók eftir þann sem er „höfundur“ þessarar kenningar og það sem meira er HANN SEGIR ÞAÐ AÐ THE „GREAT RESET“ SÉ Í FULLUM GANGI............


Bloggfærslur 27. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband