ÉG HÉLT AÐ ÞEGAR MENN VÆRU "SVIPTIR RÉTTINDUM" ÞÁ MISSTU MENN ÖLL RÉTTINDI TIL AÐ STÝRA SKIPI????

Það er í það minnsta þannig ef menn missa ökuskírteinið.  Er eitthvað annað í gangi þegar menn eru sviptir réttindunum á sjó?  Auðvitað spyr maður af því að ég veit þetta ekki, ég lenti aldrei í því að missa réttindin þegar ég var á sjó og þar af leiðandi hugsaði ég aldrei um þetta.  Skipstjórnarréttindin fá menn þannig að fyrst klára menn nám í stýrimannaskóla og eftir ákveðinn tíma "á dekkinu" (flestir fara nú ekki í "skólann" fyrr en þeir hafa verið þennan tíma "á dekkinu"og fá þá stýrimannaréttindin beint)fær viðkomandi réttindi sem stýrimaður og eftir að hafa verið stýrimaður í ákveðinn tíma fær viðkomandi skipstjórnarréttindi.  Ég bara trúi ekki öðru en að  maðurinn hafi þurft að "leggja inn" réttindaskírteinið sitt og ef "gæslan" skoðar skipið í næsta "túr" ætti að  koma í ljós að maðurinn er RÉTTINDALAUS og þá verða hann, skipstjórinn og útgerðin í djúpum skít í framhaldinu.......


mbl.is Sviptur skipstjóri á Júlíusi ráðinn stýrimaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband