"SKIPULÖGÐ GLÆPASTARFSEMI"????????

Fyrir nokkrum vikum síðan, hlustaði ég á ágætt viðtal við Þórð Má Jónsson á Útvarpi Sögu og þar sagði hann hreint út AÐ KVÓTAKERFIÐ ÍSLENSKA VÆRI BARA "SKIPULÖGÐ GLÆPASTARFSEMI".  Eftir því sem ég "kafa" dýpra í Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið, hef ég komist að því að þetta er sennilega besta lýsingin sem fram hefur komið á "BESTA FISKVEIÐISTJÓRNUNARKERFI Í HEIMI" hingað til.  Ekki þarf annað en að skoða verðlagningu sjávarafurða í gegnum árin og allt það samfélagslega TAP sem hefur orðið af því svínaríi í gegnum tíðina.  Fram að þessu hefur umræðan aðallega verið þannig að aðallega sé verið að "snuða" sjómenn (kannski hefur mönnum ekki fundist það svo alvarlegt brot) en nú hefur einnig verið talað um það að samfélagið allt tapi á þessu, sveitarfélögin stórtapi útsvarstekjum og svo ákvarðist hafnargjöld skipanna af aflaverðmæti þeirra, ríkið tapi skatttekjum vegna þess að sjómenn séu ekki á réttum launum og einnig vegna þess að afkoma útgerðarinnar sé ekki "rétt".  En hefur "ÚTGERÐARELÍTAN" svo mikil ítök í stjórnkerfi landsins að EKKERT verði gert í þessu máli???????????


Bloggfærslur 19. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband