ENDURVINNSLA Á ENGU..............

Ég man ekki til þess að Píratar hafi verið með neina tilgreinda stefnu fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar það sem þeir höfðu á sinni "stefnuskrá" fyrir síðustu sveitastjórnarkosninga var á mjög svipuðum nótum og "gutlið" sem þeir voru að bjóða upp á fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar „Fag­leg og nú­tíma­leg lýðræðis­borg, græn og barn­væn þekk­ing­ar­borg og aðgengi­leg og fjöl­breytt mann­rétt­inda­borg“.  Hvað segir svona lagað okkur? Og ætlar fólk virkilega að falla fyrir svona lýðskrumi?  Hvernig horfir það við fólki ef sagt yrði: Það á að halda áfram að hefta för einkabílsins, með því að taka akreinar undi borgarlínu og annað sem kemur kannski í framtíðinni.  Það á að halda áfram að byggja lítið en þær örfáu íbúðir sem verða byggðar, verða rándýrar og aðeins á færi  auðmanna að eignast.  Áfram verður haldið við að "fæla" lítil og meðalstór fyrirtæki úr borginni.  Sem sagt hvað hefur núverandi "meirihluti" í Reykjavík gert fyrir borgarbúa á yfirstandandi kjörtímabili????

Svo var Samfylkingin að kynna kosningamál sín fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þar var til dæmis að setja Miklubraut í stokk, ég man ekki betur en því hafi verið lofað fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar.  Einverjir ætla sér að kjósa þetta yfir sig aftur, sumum er bara ekki viðbjargandi..............


mbl.is Borgarlína og þétting byggðar skipti höfuðmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. apríl 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband