ORKUPAKKI 4 TILBÚINN OG GETUR ÞÁ "INNLIMUNIN" HALDIÐ ÁFRAM.......

Og þegar ég segi að hann sé "tilbúinn" þá á ég við það að búið sé að "þýða" hann og þá verður hann sennilega tekinn fyrir á Alþingi á næsta þingi.  Og þá geta LANDRÁÐIN haldið áfram.  Það er svolítið merkilegt að hugsa út í það að Alþingi skyldi samþykkja Orkupakka 3 með  MIKLUM meirihluta á meðan yfir 80% landsmanna voru ANDVÍGIR honum.  Hefur ekki verið talað um það að Alþingi landsins eigi að ENDURSPEGLA vilja þjóðarinnar?  Mér hefur fundist að sú sé alls ekki raunin í mjög mörgum málum og það sé bara full ástæða til að ástæða þess sé skoðuð og reynt að vinna bug á þessu misræmi, sem er að margra mati hafi aukist með tímanum.  Þeir sem samþykktu Orkupakka 3, halda því fram að það skipti engu  máli að samþykkja hann ÞVÍ ÍSLAND SÉ EKKI TENGT VIÐ RAFORKUKERFI ESB, EN HVERSU LENGI VERÐUR ÞAÐ?  Norðmenn eru  tengdir rafmagnskerfi ESB og rafmagnsreikningur Íslendings sem er búsettur í Noregi, var í desember síðastliðnum, sem nam 200.000 IKR.  Þetta er það sem bíður okkar Íslendinga ÞEGAR sæstrengurinn kemur (það er ekki spurning um HVORT hann kemur heldur HVENÆR).  Þegar orkupakki 3 var samþykktur, var Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins og tók hann fullan þátt í andófinu gegn því að hann yrði samþykktur en nú er hann orðinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins og það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort búið sé að "berja hann til hlýðni" til afstöðu sinni til orkupakka 4?  Þá er formaður "ORKUNNAR OKKAR" á þingi, Eyjólfur Ármannsson þingmaður Flokks Fólksins og verður fróðlegt að fylgjast með því hvað honum verður ágengt?  Á meðan á öllu þessu  gengur koma lögin og reglugerðirnar á færibandi frá ESB og Íslenskir stjórnmálamenn hafa EKKI kjark og þor til að neita að samþykkja og telja að sér beri SKYLDA til að samþykkja hvaða vitleysu sem er.  NIÐURSTAÐAN ER SÚ AÐ ÞAÐ ER LÖNGU KOMINN TÍMI TIL AÐ ÍSLAND SEGI EES SAMNINGNUM OG SCHENGEN UPP ÞVÍ HAGURINN AF ÞESSUM SAMNINGUM ER EKKI ÞAÐ MIKILL AÐ ÞÁTTTAKAN SVARI KOSTNAÐI......


Bloggfærslur 30. ágúst 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband