"SVO BREGÐAST KROSSTRÉ SEM ÖNNUR TRÉ"...........

Ég var að lesa grein skrifaða af Einari S. Hálfdánarsyni hæstaréttarlögmanni, á blaðsíðu 15. í Morgunblaðinu í dag.  Ég hef gert mér far um að lesa allt sem Einar skrifar og hann er alltaf mjög rökfastur og málefnalegur í skrifum sínum en umfjöllun hans um "bókun 35" í EES samningnum virðist hann ekki hafa skoðað mjög vel (hver ástæðan er fyrir því er treysti ég mér ekki til að meta).  Það er alveg rétt hjá honum að BÓKUN 35 HEFUR VERIÐ Í EES SAMNINGNUM VERIÐ ÞAR ALVEG FRÁ UPPHAFI, EÐA FRÁ 1993.  En hún hefur verið þar inni sem "BÓKUN" Í SAMNINGI HEFUR BÓKUN EKKI LAGAGILDI, EF ÞESSI bókun HEFÐI VERIÐ INNI Í SAMNINGNUM SEM LAGAÁKVÆÐI HEFÐI SAMNINGURINN ALDREI VERIÐ SAMÞYKKTUR HÉR Á LANDI Á SÍNUM TÍMA.  En nú stendur til að þessi BÓKUN öðlist LAGAGILDI, með því að Utanríkisráðherra lagði fram lagafrumvarp þess efnis OG ÞAR MEÐ HEFJAST SVOKÖLLUÐ LANDRÁÐ.  En allt sem Einar S. Hálfdánarson skrifar um Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og hvort hafi orðið einhver breyting á hlutverki stofnunarinnar, tek ég alveg undir og finnst þau skrif og hugleiðingarnar sem þar eru settar fram meiriháttar góðar.  En þrátt fyrir  þessa litlu yfirsjón Einars S. Hálfdánarsonar verðu EKKI til þess að ég hætti að lesa góðar og málefnalegar greinar hans í Morgunblaðinu.................


Bloggfærslur 22. maí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband