TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN SJÓMENN OG FJÖLSKYLDUR ÞEIRRA UM LAND ALLT

"Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur",  Þetta kom upp í huga mér eftir að hafa lesið stórgóða grein Árna Sverrissonar, formanns félags skipstjórnarmanna, í Morgunblaðinu í dag.  Því miður er SJÓMANNADAGURINN og hátíðahöld vega hans ekki nema sviður hjá sjón, núna seinni árin.  Það er ekki nema á fáeinum stöðum úti á landi, sem eitthvað er gert almennilegt í tilefni dagsins og þar ber Grindavík af með það hversu hátíðahöld eru vegleg og þar í bæ, virðist fólk gera sér grein fyrir því hversu STÓRAN þátt SJÁVARÚTVEGUR OG SJÓMENNSKA EIGA Í LÍFSKJÖRUM ÞJÓÐARINNAR Í DAG.  Einhverjir virðast halda að  peningarnir verði til í fjármálageiranum.  Í Reykjavík var farið í þá vegferð, fyrir nokkrum árum, að leggja niður nafnið SJÓMANNADAGUR og þess í stað var haldin "hátíð hafsins", ekki veit ég hver var ástæðan fyrir þessari vitleysu (hvað var eiginlega að því að þetta héti SJÓMANNADAGURINN áfram?). En eitthvað var það sem vantaði og sögðu sumir að "SJARMINN" sem var yfir þessum degi væri ekki lengur til staðar.  Svo fór að þessu var breytt aftur til fyrri vegar, hátíðahöldin hafa eitthvað hjarnað við en dagurinn er ekki svipur hjá sjón enn þann dg í dag enda hefur ekki verið lagt í það að skýra frá þessari breytingu til fyrri vegar eins og þegar fyrri breytingin var gerð.....


mbl.is Ekki farið varhluta af breytingum í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. júní 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband