ERU LÖGIN UM SEÐLABANKA ÍSLANDS ILLA UNNIN OG BEINLÍNIS RANGTÚLKUÐ????

Ég var nú aðeins að lesa lauslega yfir lögin um Seðlabanka Íslands (lög 92/2019).  Það sem ég tók fyrst eftir er hversu lögin eru illa samin og óljós, sem gerir það að verkum að ÞAÐ ER LÍTIÐ MÁL AÐ "TÚLKA ÞAU ÚT OG SUÐUR OG JAFNVEL NORÐUR OG NIÐUR.  ÉG SÁ ÞAÐ HVERGI Í ÞESSU LÖGUM AÐ SEÐLABANKA ÍSLAND VÆRI GEFI HEIMILD TIL ÞESS AÐ STJÓRNA VAXTASTIGINU Á ÍSLANDI EN ÞAÐ ER HÆGT AÐ "TÚLKA ÞAU ÞANNIG".  En það sem er vitað er það AÐ STÝRIVAXTASTIGIÐ HEFUR ENGIN ÁHRIF Á VERÐBÓLGUNA.  Seðlabanki Íslands hefur HEIMILD til verðbréfútgáfu, sem að mati margra hagfræðinga hefur mun meiri áhrif á verðbólguna en stýrivaxtastigið og svo er annað "VERKFÆRI sem Seðlabanki Íslands hefur en það er BINDISKYLDAN en að mati margra hagfræðinga og annarra er það ÖFLUGASTA verkfærið í "verkfærakistu" Seðlabanka Íslands.  Bæði verðbréfútgáfan og bindiskyldan eru mun sterkari í baráttunni við verðólgunni en hvort tveggja krefst mun meiri vinnu og er flóknara í framkvæmd en stýrivaxtastigið sem hefur svipuð áhrif á verðbólguna eins og að skvetta vatni á gæs.   EÐA HVAÐ????  Ég skoðaði LÖG UM SEÐLABANKA ÍSLANDS (lög númer 92/2019) og það sem "stakk" mig einna mest við það að lesa þessi lög, var hversu óskýr þau eru og lítið mál að "TÚLKA ÞAU" út og suður. Sem dæmi skal nefnt að formlega er Seðlabanka Íslands ekki færð völd til að ákveða eitt né neitt en svo kemur 3 grein laganna, önnur málsgrein og þar segir; "Ákvarðanir um beitingu stjórntækja Seðlabankans í peningamálum eru teknar af peningastefnunefnd, sbr. 9. gr. Ákvarðanir um beitingu stjórntækja Seðlabankans varðandi fjármálastöðugleika eru teknar af fjármálastöðugleikanefnd, sbr. 12. gr. [Ákvarðanir sem faldar eru Fjármálaeftirlitinu í lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum eru teknar af Seðlabanka Íslands eða fjármálaeftirlitsnefnd, sbr. 15. gr.]"  ÞESSI GREIN VIRÐIST VERA TÚLKUÐ ÞANNIG AÐ SEÐLABANKANUM HAFI VERIÐ FENGIN Í HENDUR VÖLD, SEM RAUNVERULEGA EIGA  AÐ VER Á HENDI VIÐKOMANDI RÁÐHERRA.

Að mínu áliti VERÐUR að gera lögin skýrari og einnig verður að koma í veg fyrir að stjórnmálamenn landsins geti sífellt varpað sinni ábyrgð yfir á aðra ÞVÍ FYRST OG SÍÐAST ER ÁBYRGÐIN HJÁ ÞEIM..........


Bloggfærslur 7. nóvember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband