ÞAÐ ER MARGT SEM FELLUR UNDIR VARNIR LANDSINS ÁN ÞESS AÐ AKKÚRAT SÉ VERIÐ AÐ TALA UM HERNAÐ...

En þessi Utanríkisráðherra okkar virðist halda að ekkert nema hernaður komi til greina þegar talað er um varnir landsins.  Fyrir það fyrsta þarf að STÓRAUKA Landhelgisgæsluna ekki bara til að fylgjast með landhelginni heldur líka til að sinna björgunarstarfi hringinn í kringum landið.  Með stóraukinni umferð stórra skipa innan Íslensku landhelginnar, stórra flutningaskipa, skemmtiferðaskipa og fleiri skipa þá er alveg með ólíkindum að það skuli bara vera TVÖ ÞOKKALEG DRÁTTARSKIP Á LANDINU, annað þeirra er staðsett í Reykjavík og hitt er á Siglufirði.  Það er ekki hægt að  ætlast til þess að þessir "dráttarbátar" í höfnum landsins, sem eru nú bara hálfgerðir kettlingar og ráða ekki við nein almennileg verkefni.  Og hefur eitthvað verið  gert til að verja sæstrengina?  Það þarf að fara fram  almennileg þarfagreining á Landhelgisgæslunni þannig að hún GETI sinnt almennilega þeim verkefnum sem henni eru ætluð. Samgöngukerfið er í molum, heilbrigðiskerfið er í klessu og menntakerfið er í rusli og svo talar Utanríkisráðherra um að fara þurfi að setja meira fjármagn í HERNAÐ.  ÞARF ÞESSI MANNESKJA EKKI BARA Á "ENDURMENNTUN" AÐ HALDA??????????   


mbl.is Segir Ísland þurfa að efla varnir sínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. febrúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband