ESB-DINDLAR MEÐ "NIÐURGANG" VEGNA GRÆNLANDHEIMSÓKNAR.......

Það hefur verið alveg stórmerkileg upplifun að fylgjast með ruglinu og ráðaleysinu hjá ESB INNLIMUNARSINNUNUM, varðandi þessa Grænlandsheimsókn Bandaríkjamanna.  Fyrir það fyrsta ber "fréttum" engan veginn saman um það hver tilgangurinn með þessari ferð hafi verið.  Mesta "heiftin" hefur verið í málflutningi "Norrænna KRATA" í þessu máli (Utanríkisráðherra Íslands telst til KRATA því hún er svokallaður LAUMUKRATI þó svo að hún sé formaður Viðreisnar, en eins og menn vita hefur hún innleitt KRATA stefnuna inn í Viðreisn).  Eins og ég hef áður sagt, þá eru afar misjafnar "fréttir" af þessu atburði og það skásta sem ég veit eru fréttir frá Grænlandi sem Atli Lilliendahl (sem bjó á Grænlandi í 30 ár og hefur miklar tengingar við landið) SJÁ HÉR.  þessi maður hefur áður komið í viðtal á Útvarp Sögu og fjallað þar um samskipti Grænlands og Danmerkur og hvet ég fólk til að kynna sér þetta á heimasíðu útvarps Sögu, Atli Lilliendahl (Atli hefur nokkrum sinnum komið á Sögu og getur fólk valið úr þáttum til að hlusta á).  Það er mín skoðun að með því hlusta á menn sem þekkja vel til,  fái maður raunhæfustu fréttirnar.

Þá er komið að því að Utanríkisráðherra fái smá fræðslu um hvernig NORÐURLANDASAMVINNA ER Í RAUNINNI.  Við skulum bara horfast í augu við það að "NORÐURLANDAFJÖLSKYLDAN", sem Utanríkisráðherra talar svo fjálglega um í viðhengdri frétt, er í rauninni tvískipt, annars vegar eru; Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Álandseyjar og Finnland og hins vegar eru Ísland og Færeyjar og nú nýlega er Grænland víst komið inn í seinni hópnum eru óhreinu börnin hennar Evu, sem A deild NORÐURLANDANNA vill ekkert vita af nema á tyllidögum.  Sem dæmi má nefna að ég bjó í Noregi í vel á þriðja ár og þau ár vor vikulegir þætti í Norska sjónvarpinu sem hétu "NORDEN RUNDT" þar sem komu  stutt innskot frá "ÖLLUM" Norðurlöndunum.  Allan þann tíma sem ég bjó í Noregi kom ekki einn einasti þáttur frá Íslandi eða Færeyjum.  Ætli þetta sé eitthvað sem Utanríkisráðherra kallar "eðlileg" fjölskyldutengsl?????  Mér skilst að  það hafi gengið eitthvað treglega að Grænland hafi fengið formlega aðild að NORÐURLANDARÁÐI, n getur verið að nýjustu vendingar í málefnum  GRÆNLANDS hafi haft einhver áhrif þar á?????


mbl.is „Allt við þessa heimsókn var óviðeigandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. mars 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband