UM ÁSTAND LEIGUBIFREIÐA.......

Kunningi minn var að koma til landsins um daginn, erlendis frá og eins og svo margir tók hann leigubíl frá Leifsstöð og heim til sín uppi á Ásbrú.  Leiðin var nú ekki löng og var gjaldið fyrir ferðina víst mjög sanngjarnt og bílstjórinn, sem var frá Afganistan víst mjög þægilegur og mjög kurteis.  En það var ekki þetta sem ég vildi ræða heldur ástand leigubifreiðarinnar, BIFREIÐIN VAR ALLT AÐ ÞVÍ BREMSULAUS ,ÞEGAR VAR STIGIÐ Á BREMSUNA, VAR BARA JÁRN Í JÁRN (bremsuklossarnir voru bara búnir).  Ég veit að það er SKYLT að fara með ÖLL ökutæki til skoðunar EINU SINNI Á ÁRI en mér finnst afskaplega undarlegt að það skuli gilda það sama um einkabít, sem eru  eknir þetta frá 20.000 km - 35.000 km á ári og svo leigubíla sem eru  keyrðir 150.000 km - 250.000 km.  VÆRI EKKI RÁÐ AÐ LEIGUBIFREIÐUM OG LANGFERÐABIFREIÐUM OG SAMGÖNGUTÆKJUM TIL FARÞEGAFLUTNINGA YFIRLEITT, VÆRI GERT SKYLT AÐ FÆRA BIFREIÐINA TIL SKOÐUNAR AÐ MINNSTA KOSTI ÞRISVAR SINNUM Á ÁRI........


Bloggfærslur 16. apríl 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband