Föstudagsgrín

Dag nokkurn er prestur hjá rakara, en þegar kemur að því að borga fyrir klippinguna segir rakarinn:"Þú ert guðsmaður og þarft ekkert að borga".  Daginn eftir þegar rakarinn mætir í vinnuna sér hann 12 biblíur bíða eftir sér og uppgjöf allra synda.

Rakarinn gerði sér grein fyrir að þetta gæti orðið arðsamt.  Þegar lögregluþjónn kemur til hans segir hann að hann sé nú laganna vörður og þurfi ekkert að borga.  Næsta dag finnur hann umslag með gömlum umferðasektum á hans nafni sem búið var að ógilda.

Nú sér hann að þetta gæti orðið verulega arðsamt.  Þá mætir nokkrum dögum seinna til hans ráðherra einn og hann ákveður því að gefa honum líka klippinguna.

... ... ... ...Daginn eftir bíða 12 stjórnmálamenn fyrir utan hurðina hjá honum og bíða eftir ókeypis klippingu (!)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælll Jóhannes.

Dæmigerð lýsing....................

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband