Föstudagsgrín

Hún Sigga gamla kenndi sér meins en einhverra hluta vegna vildi hún ekki fara til læknis í almennilega rannsókn og í framhaldi af því að fá bót meina sinna.  Barnabarn hennar hún Linda, sem var rétt rúmlega tvítug og gullfalleg, bar mikla umhyggju fyrir ömmu sinni og fékk hana til að fara til læknis en með því skilyrði að hún færi með þeirri gömlu og varð það úr.   Þegar þær komu á heilsugæsluna byrjuðu þær á því að fá sér sæti á biðstofunni og svo kom nú röðin að Siggu  gömlu.  Þegar þær komu inn horfði læknirinn á Lindu og sagði:-        „Farðu úr fötunum svo ég geti skoðað þig“-        „Já en.............“ Svaraði Linda.-        -„Heyrðiru ekki hvað ég sagði, farðu úr fötunum og vertu fljót ég er með fleiri sjúklinga og hef ekki allan daginn fyrir mér“..-        Loksins komst Linda að og sagði: „Ég kom nú bara með henni Siggu, það er hún sem þarf að skoða“.-        Þá leit læknirinn á Siggu gömlu og sagði: „Opnaðu munninn, rektu út úr þér tunguna og segðu AAAAAAA

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband