Hvernig ætlar hann að TRYGGJA hagvöxt????????

Að lesa þessa svokölluðu kosningastefnuskrá LANDRÁÐAFYLKINGARINNARer hreinasti brandari út af fyrir sig.  Þarna er að finna mörg fögur fyrirheit og virkilega flott markmið en það er þó einn galli og hann nokkuð stór "ÞAÐ KEMUR HVERGI FRAM HVERNIG Á AÐ NÁ ÞESSUM ÓSKÖPUM FRAM OG HVAÐ VERÐI GERT".  Meðal annars á að útrýma atvinnuleysi, ekki bara hjá borginni heldur á landsvísu.  En hvar hefur Dagur og hans lið eiginlega verið????  Veit hann ekki af því að atvinnuleysi í borginni og á landsvísu hefur verið að aukast og heldur hann virkilega að starfstættir "ríkisstjórnar fólksins" breytist eitthvað við það að LANDRÁÐAFYLKINGIN fari að "stjórna" Reykjavíkurborg eftir næstu sveitastjórnarkosningar????  Svo kemur stóra spurningin; Samkvæmt þessu "plaggi" á að taka alveg GRÍÐARLEG LÁN til framkvæmda, jú gott og vel það er vel þekkt að hið opinbera auki framkvæmdir á krepputímum (sveitastjórnarstigið er hluti af hinu opinbera) en þær verða að hafa í för með að vera arðbæra og standa undir sér, það er lítið vit í að fara út í framkvæmdir bara til þess að fara út í framkvæmdir, en eru þær framkvæmdir sem eru fyrirhugaðar þess eðlis að þær standi undir þeim mikla fjármagnskostnaði sem augljóslega yrði???  Eins og áður segir þá eru í ÞESSU MARKLAUSA PLAGGI dæmigert lýðskrum LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR, sem sagt margir ágætis punktar og meira að segja sumir mjög flottir en hvergi komið með neinar lausnir og á meðan svo er þá er ekki annað hægt en að tala um að verið sé að slá ryki í augun á fólki.  Hafi Dagur einhverja "patentlausn" á því hvernig eigi að TRYGGJA hagvöxt, þá veit maður hver fær Nóbelsverðlaunin í hagfræði þetta árið.
mbl.is Vilja stefna að 3,5% hagvexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband