ER ÞETTA SVARIÐ??????????

Það kemur fram hvert "grínframboðið" á fætur öðru í kjölfar þess að fólk hefur misst trúna á pólitíkusum og flokkskerfinu yfirleitt.  Svo segja þessir "grínkarlar" bara; ÉG ER EKKERT VERRI EN HINIR" og út á svona bull á bara að kjósa þá.  Ég vil bara minna á það að endurreisnin er "dauðans" alvara.  En er það svarið að kjósa eitthvað grín yfir sig í stað þess að vinna að því að gera stjórnmálamenn trúverðugri og stuðla að því að þeir nái að öðlast einhverja smávegis virðingu á ný.  Ég man þá tíð þegar þingið naut mikillar virðingar og trausts, fólk sem var í sveitastjórnapólitíkinni gat borið höfuðið hátt og það hefði ekki nokkrum manni dottið í hug að fara af stað með eitthvað "grínframboð".  Með því að ætla að kjósa svona lagað, er fólk að mínu mati, að gefast upp á því að stuðla að því að pólitík geti snúið af þeirri braut sem hún er í dag, braut ósanninda, sundurlyndis, spillingar og hroka gagnvart kjósendum.
mbl.is Hjálmar leiðir Næst besta flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Rétt orð töluð á réttum tima Jóhann, þetta er nefnilega ekkert "grín" stjónmál eiga að vera alvarleg þar sem að alvarlegar umræður eru á rökstólum.

Guðmundur Júlíusson, 8.5.2010 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband