ÞESSARI HELGI VILL ALONSO SENNILEGA GLEYMA..................

Tvisvar sinnum um helgina hefur Alonso verið refsað fyrir að halda ekki fullri einbeitingu í Monaco og að mínu mati var örugglega sárari seinni "refsingin" fyrir hann en sú fyrri,  það hefur nú ekki verið mjög kært á milli þeirra tveggja í gegnum tíðina.  Vissulega eiga dómara eftir að úrskurða um framúraksturinn hjá Schumacher í restina en að mínum dómi var hann eðlilegur Alonso hreinlega sofnaði á verðinum og þetta voru afleiðingarnar. Þetta atvik ætti að kenna honum að keppninni er EKKI lokið fyrr en flaggið fellur.  Yfirburðir Red Bull voru algjörir í þessari keppni í rauninni var enginn sem gat ógnað þeim í fyrsta og öðru sæti.  Kubica gat náð Vettel en það er nokkuð annað að ná en að komast framúr, sérstaklega á þessari braut þá sýndi Alonso það nokkuð oft hversu frábær ökumaður hann er en eitthvað hefur sú frammistaða kostað því í restina gerði hann mjög alvarleg mistök sem kostuðu hann sæti.  Ekki riðu Williams-menn feitum hesti frá keppninni, fyrsti maður til að falla úr keppni var Hulkenberger og svo um miðja keppnina var komið að Barichello en báðir féllu út vegna bilana í bílunum og var Bairichello heppinn að sleppa óskaddaður út úr sinu atviki, ég er ekki viss um að tæknimenn Williamsliðsins hafi verið mög kátir þegar hann kastaði stýrinu í götuna svo Trulli gæti keyrt yfir það.  En hvað sem öllu líður var þetta skemmtilegur kappakstur það eina sem skyggði á var að öryggisbíllin skyldi koma fjórum sinnum út, það hefur verið verst fyrir Webber því í öll skiptin var hann búinn að byggja upp nokkuð þægilegt forskot, en svona er kappaksturinn og ég get varla beðið eftir næstu keppni.


mbl.is Webber vinnur örugglega annan sunnudaginn í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband