EITTHVERT BESTA LAG GEORGE HARRISSON - MEISTARALEGUR FLUTNINGUR....

Þær voru margar perlurnar sem George Harrisson samdi í gegnum tíðina og ég held að það sé ekki fjarri lagi að þetta hafi verið í hópi þeirra betri.  Þessi upptaka er frá minningartónleikum sem voru haldnir honum til heiðurs árið 2003.  Þarna eru stórkostlegir tónlistarmenn á ferð eins og Eric Clapton, Jeff Lynn, Ringo Starr, Paul McCartney og ekki má gleyma Billy Preston sem fer þarna alveg á kostum .  Mjög líklega voru þetta síðustu tónleikarnir sem hann spilaði á því hann lést skömmu eftir þetta.  Það sem mér finnst merkilegast þarna er að lokalaglínurnar úr Bítlaslagaranum Hey Jude hljóma í þessu lagi og ekki eiga þessir hljómar verr við þetta lag eða hvað finnst ykkur????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir R.

Sæll vinur, alveg sammála þér þetta er eitt besta lagið hans, algjör gullmoli.

Birgir R., 18.5.2010 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband