5.6.2010 | 14:54
ER VERIÐ AÐ BREYTA ÞESSUM DEGI Í EINHVERJA "KARNIVAL"HÁTÍÐ?????
Það er að sjálfsögðu gott að þjóðinni sé gerð grein fyrir að til skamms tíma byggðist efnahagur og þar með afkoma okkar á þessu landi á sjávarútvegi og fiskvinnslu. Nú seinni árin hefur orðið breyting á þessu og sífellt færri vilja starfa við þennan stóriðnað okkar og helstu merkin um það eru sífellt færri nemendur í skipstjórnarnámi og vélstjórnarnámi. Störfum fækkar við fiskvinnslu í landi, af einhverjum orsökum er sjávarfang ekki fullunnið hér á landi og vegna tækniþróunar er þörfin fyrir fiskvinnslufólk til að grófvinna fiskinn til útflutnings alltaf að verða minni. Er ekki kominn tími til þess að við hugum að því að fara að fullvinna fiskinn????? Því miður hefur mér fundist sjómannadagurinn ekki fá stóran sess það eina sem gerist er að það er talað hátíðlega um sjómenn þennan dag og skemmtiatriði eru en svo kemur mánudagur og allt verður eins og áður, skipin fara úr höfn og áhafnir skipanna nálgast eftirlaunaaldurinn og horfa fram á það að störfin leggist af þegar þeir hætta því enginn menntar sig til þess að taka við störfum þeirra.
Það rifjast upp fyrir mér, í tilefni dagsins, lítil saga frá 1980 þegar ég var á bát frá Grundarfirði. Við komum til hafnar seinni partinn á mánudeginum eftir sjómannadag og það fyrsta sem við sáum þegar í land var komið var skipstjóri á öðrum bát, fullur og með "guðaveigarnar" í buxnastrengnum og söng hann sjómannalög hástöfum. Einn okkar spurði hann að því hvernig stæði nú eiginlega á því að hann væri ekki á sjó í svona blíðu og fínasta fiskiríi?? Þá svaraði hinn að bragði: "Ertu eitthvað verri maður, það er ANNAR í sjómannadegi og það væru HELGISPJÖLL á mínum bát að vera á sjó í dag". Þetta sumar var þessi bátur sá aflahæsti í Grundarfirði og ekki að sjá að hann hafi "tapað" miklu á því að róa ekki þennan dag.
Sól og blíða á Hátíð hafsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:57 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ÆTLAR "SAMGÖNGURÁÐHERRA" AÐ LÁTA MEIRIHLUTA REYKJAVÍKURBORGA...
- ÞRÁTT FYRIR FRAMMISTÖÐU DÓMARANNA TÓKST EKKI AÐ KOMA Í VEG FY...
- ÆTLI ÞEIR GERI SÉR EKKI GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞETTA "VOPNAHLÉ" ...
- NÚNA ÞEGAR RYKIÐ FER AÐ SETJAST EFTIR ÞETTA ÓHUGNANLEGA STRÍÐ...
- EN FYRIR HVERN ÞÓTTIST GUÐMUNDUR INGI VERA AÐ VINNA?????
- Á VIRKILEGA AÐ FARA ÚT Í ÞETTA FYRIRFRAM "DAUÐADÆMDA" VERKE...
- ÞAR SÝNA SAMFYLKINGARMENN LOKSINS SITT RÉTTA ANDLIT????????
- STÓRA LOFTSLAGSBLEKKINGIN........
- FLEIRI EN EIN HLIÐ Á ÞESSU MÁLI........
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖR...
- "VALKYRJURNAR" HAFA ENGAN TÍMA TIL AÐ VINNA Í "ÞINGMÁLASKRÁNN...
- ER EINHVER "ÓFRÆGINGARHERFERÐ" Í GANGI GEGN FLOKKI FÓLKSINS??
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 68
- Sl. sólarhring: 266
- Sl. viku: 1984
- Frá upphafi: 1855137
Annað
- Innlit í dag: 53
- Innlit sl. viku: 1238
- Gestir í dag: 52
- IP-tölur í dag: 50
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill Jóhann,þetta er svo að við verðum að fara i að fullvinna allan fisk sem hægt er hér á landi,það mundi hækka útflutning um helming eða meira,en einni þetta með hátíð hafsins sem hefur sett niður svo mjög,það ber að virða betur,sem hæfir þessu blessuðum sjómönnum og þeirra fölsk.og fiskverkafólki/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 5.6.2010 kl. 15:56
Heill og sæll Jóhann, þetta er góður pistill hjá þér og orð í tíma töluð, auðvitað eigum við að fullvinna fiskinn okkar. Það er því miður staðreynd að það hefur bæði leynt og ljóst verið gert lítið úr sjómönnum og þeirra starfi. Þetta lýsir sér í ýmsu eins og því að stæðstu stéttafélögin sem reyndar eru blönduð félög samþykkja að breyta nafni Sjómannadagsins í Hátíð hafsins og þar með minka gíldi hans fyrir sjómenn. Sjómannaskólinn má ekki heita sjómannaskóli heldur er hann skýrður upp og heitir Fjöltækniskólinn ef ég man rétt. Engin umræða í fjölmiðlum er um sjóslys þar sem búið er að loka fyrir allar upplýsingar til áhugamanna um þessi slys. Fiskifélagið var drepið en þar var hægt að koma á framfæri við stjórnvöld ýmsum umbótamálum í sjávarútvegi og öryggismálum sjómanna í gegnum svokallaðar fiskideildir sem voru starfandi viðsvegar um landið.
Svona mætti lengi telja.
Takk fyrir þessi skrif Jóhann
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.6.2010 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.