ER HANN MEÐ ÞESSU AÐ VIÐURKENNA GETULEYSI RÍKISSTJÓRNARINNAR????

Með þessum ummælum sínu er hann að viðurkenna það að "ríkisstjórn fólksins" sé bara engan veginn í stakk búin til þess að takast á við þau verkefni sem hún tók að sér.  Þetta hefur öllum verið ljóst í langan tíma nema ráðherrum í "ríkisstjórn fólksins", reyndar tel ég að eigi að gera enn róttækari breytingar það eigi að koma á fót hérna UTANÞINGSSTJÓRN því að í þrískiptingu valdsins, sem stjórnarskrá okkar er byggð á, felst ALGER aðskilnaður löggjafarvalds (þingið), framkvæmdavalds (ráðherrar) og dómsvalds.  Að mínum dómi færi best á því að þessi utanþingsstjórn kæmi öðru hvoru niður á Alþingi til að gefa skýrslu um störf sín og sækja heimildir þess á milli yrðu þingmenn lokaðir inni við Austurvöll og gætu þar haldið áfram í sínum sandkassaleik svo væri hægt að henda þarna inn, einu sinni í viku, matarpökkum frá mæðrastyrksnefnd ...
mbl.is Össur hlynntur þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég lít ekki svona á þetta Jóhann. Best gæti ég trúað að þetta sé eitthvert útspil í tangslum við inngönguna í ESB. Össur bjálfinn er nú ekki skarpur stjórnmálarýnir og nú heldur hann að þjóðstjórn verði til þess að þoka til hliðar andstöðu Sjálfstæðisflokksins.

Þetta byggir hann líklega á því að margir sjálfstæðismenn styðja aðildarviðræður og sterk samtök sem Flokkurinn stýrir s.s. Samtök atvinnulífsins eru hlynnt aðild.

En auðvitað má öllum vera ljóst að samstaðan í ríkisstjórninni snýst ekki lengur um annað en ráðherratign.

Árni Gunnarsson, 19.6.2010 kl. 12:50

2 identicon

Össur er aðeins að lýsa því hversu erfitt þetta er allt saman fyrir hann.  Hann virðist ekki alveg ráða við þetta allt saman.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband