Keppnin milli Red Bull ökumannanna orðin fullhörð.............

Ég get ósköp vel skilið afstöðu Webbers í þessu máli og mjög sennilegt að reiði hans hafi gefið honum "extrakikk" í ræsingunni á Silverstone í gær.  Vel má vera að Christian Horner hafi tekið þarna ranga ákvörðun en það er alltaf hægt að vera vitur eftir á.  En eitt hefur verið lítið rætt um í sambandi við þetta en það er að Webber var nokkuð "aðgangsharður" í stöðubaráttunni um 1 sætið í upphafi og má segja að heilladísirnar gengu í lið með honum en fyrst og fremst getur hann þakkað Hamilton fyrir að hafa keyrt Vettel út, en það verður ekki tekið af Webber að hann keyrði alveg listavel það sem eftir lifði af keppninni en kannski var hann fullákafur í byrjun.
mbl.is Sýður enn á Webber vegna vængmálsins óvenjulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband