ÆTLAR VERKALÝÐSFORYSTAN AÐ LÁTA SA KOMAST UPP MEÐ SVONA RANGFÆRSLUR??????

Í tölfræðinni sagði kennarinn okkur að til væri þrenns konar lygi það væru; LYGI, HAUGALYGI OG TÖLFRÆÐIsíðan sýndi hann okkur dæmi um hverja þessara lyga fyrir sig.  Í þessu tilfelli hafa SA menn farið útfyrir þann ramma að notast við gögn í tölfræðinni þannig að hún sé "trúverðug" til lyga.  Það eru ekki flóknir útreikningar því samfara að reikna út hver lágmarkslaunin ættu að vera til þess að laun hefðu haldið í við verðlag, en svo má alltaf deila um hvort vísitala neysluverðs gefi rétta mynd af því sem hefur verið að gerast en þeirri umræðu verður sleppt í þessu dæmi.  Við upphaf samningstímans, í febrúar 2008, var neysluverðsvísitalan 251,0 stig en nú í júní 2010 er hún 346,3 stig, til að laun hefðu haldið í við verðlag þyrftu þau að vera: launin eins og þau voru í febrúar 2008 x (NV í júní 2010/NV febrúar 2008) = 125.000 x (346,3/251)=172.460.  Lágmarkslaunin í dag eru 165.000 þannig að kaupmáttur hefur rýrnað um 4,33% og er þá eftir að taka tillit til þeirra skattabreytinga sem hafa orðið á tímabilinu.
mbl.is Segja kaupmátt lágmarkslauna hafa hækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

þarna erum við sammála Jóhann,og vel það starfsfræðin er ekki mín sterkasta hlið,en þetta skil eg vel/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 16.7.2010 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband