MÁ EKKI SEGJA ÞAÐ SEM RÉTT ER????????

Ekki hélt ég að það ætti fyrir mér að liggja að taka upp hanskann fyrir Fjármálaráðherra en í þessu máli er ég alveg fullkomlega sammála honum.  Það þýðir ekkert fyrir erlenda kröfuhafa bankanna að láta eins og þeir komi af fjöllum í þessu og þykjast ekkert hafa vitað.  Auðvitað var þeim fullkunnugt um að þessi lán voru á "gráu" svæði og úrskurður dómstóla gat farið á hvorn veginn sem var og það er ekki eins og þeir hafi allar sínar upplýsingar frá Gróu á Leiti......
mbl.is Kvartað undan Steingrími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

...og þeir hefðu geta sett fyrirvara á verðið.  Svona nokkuð er mjög oft gert í viðskiptum, óvissa er sett á þann sem hafði hlutinn undir höndum svo kaupandinn komi að hreinu borði en kaup ekki köttinn í sekknum.
Megin niðurstaðan er alltaf sú sama, það má aldrei segja sannleikann, alla vega ekki upphátt.

Kristinn Sigurjónsson, 5.8.2010 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband