JÓN, SÉRA JÓN OG JÓN ÁSGEIR..................

Ég vil byrja á því að benda á alveg stórgott viðtal við Sigrúnu Davíðsdóttur fréttaritara RÚV í London, en viðtalið við hana var í Silfri Egils í dag.  Í þessu viðtali sínu kom hún meðal annars inn á hina svokölluðu "kyrrstöðusamninga" sem bankarnir hafa verið að gera við stærstu skuldara sína.  Eins og hún kom inn á standa þessir samningar hinum almenna skuldara ekki til boða en oftast innihalda þessir samningar háar afskriftir skulda og vextir á þær skuldir, sem eru ekki afskrifaðar eru ekkert sem stendur almenningi til boða.  Nei í besta falli getur almenningur fengið nauðasamninga en flestir fá þó gjaldþrotakröfu yfir sig og himinháan kostnað og dráttarvexti ofan á kostnaðinn.  Hún benti enn fremur á siðfræðikafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og sagðist ekki sjá að NEIN BREYTING hefði orðið, frá hruni, á því hvernig fjármálakerfið ynni og mismunaði þegnum þessa lands eftir því hvar í "goggunarröðinni" þeir væru.  Ég vil ítreka það sem ég hef oft sagt áður: ÞAÐ ER EKKI AÐ SJÁ AÐ ÞAÐ STANDI TIL AÐ NOKKUR ÞEIRRA, SEM VORU VALDIR AÐ HRUNINU, VERÐI DREGINN TIL ÁBYRGÐAR Í HÆSTA FALLI VERÐA EINHVER "SMÁPEÐ" TEKIN OG DÆMD MEÐ ÞVÍ TELJA STJÓRNVÖLD AÐ ÞAU GETI "FRIÐI" ALMENNING.


mbl.is Segja kyrrstöðusamning ekki fela í sér sérkjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband