ÞÓRÐARGLEÐI???????????

Var að lesa eitthvað mesta bull og furðulegustu samlíkingu, sem ég hef nokkru sinni vitað.  Greinin ber nafnið "Írsk Þórðargleði" eftir Andrés Pétursson fjármálastjóra, þessi grein er í Morgunblaðinu í dag.  Þarna skrifar maður, sem greinilega veit EKKERT um hvað hann er að tala og ekki kemur neitt fram í þessari grein hans nema "sleggjudómar", "staðreyndarvillur" og "tilfinningaklám".  Hann líkir efnahagsástandinu núna við ólgusjó, sem er ekki svo alvitlaust, en þar með er ALLT ÞAÐ JÁKVÆÐA í greininni upptalið.  þá líkir hann evrunni við stórt og öflugt "úthafsveiðiskip" og Íslensku krónunni við "litla skekktu" hann segir að það sé ekki nokkur spurning að hann vildi frekar vera á úthafsskipinu en skektunni í þessum ólgusjó....  GOTT OG VEL EN HANN GLEYMIR ÞVÍ BARA AÐ ÚTHAFSVEIÐISKIPIÐ ER VÉLARVANA EN SKEKKTAN GETUR HAGAÐ SEGLUM EFTIR VINDI.  Ég hef verið á vélarvana úthafsskipi í ólgusjó og ekki fylltist ég neinni öryggistilfinningu satt best að segja hef ég sjaldan verið eins hjálparvana.  Hann talar um að ESB skilji ekki aðildarríkin eftir í vandræðum.  Ég man nú ekki betur en að miklar umræður um það hvort ætti að aðstoða Grikkland eða ekki, hefðu farið fram og meirihlutinn fyrir aðstoð var EKKI STÓR.  Svo kemur hann með þessa gömlu "KLISJU" að með aðild að ESB  geti Ísland HAFT ÁHRIF Á LÖGGJÖF ESB, er hann virkilega svo mikið barn að halda það að Ísland með örfáa fulltrúa geti haft áhrif á löggjöf ESB????  Hann segir að Í MEIRA EN ÁRATUG hafi Bandarískir hagfræðingar eins og Krugman og Stieglitz spáð illa fyrir evrunni og svo nefnir hann kostuleg ummæli núverandi ritstjóra Morgunblaðsins um evruna síðastliðin 12 ÁR.  En það ætti kannski að rifja það upp fyrir hann að evran var FORMLEGA tekin upp sem gjaldmiðill um áramótin 2001/2002, frá áramótunum 1999 var hún aðeins til sem hugtak og notuð sem REIKNIMIÐILL.. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Vel orðað hjá þér Jóhann bloggvinur,um þessa furðugrein!! svo ekki sé meira sagt/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 6.12.2010 kl. 21:39

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ég slapp við að lesa greinina en tilvitnair þínar segja mér að það væri ekki úr vegi - hafir þú tök á því - að þú svarir honum með annari grein - þetta eru ótrúlegar fullyrðngar hjá honum og rangfærslur.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.12.2010 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband