ER ÞAÐ SVONA LAGAÐ SEM FÓLK VILL SJÁ ???????????????

Minnismerkin sem "ríkisstjórn fólksins" ætlar að skilja eftir sig eru rjúkandi rústir flestra heilbrigðisstofnanna úti á landi (nema sjúkrahúsið á Akranesi en flestir vita nú ástæðuna fyrir því).  Og nú á að bæta Sólheimum í Grímsnesi á "afrekalistann".  Ég hef nokkuð oft komið til Sólheima og hef heillast nokkuð mikið af þessu samfélagi sem er þar og áberandi hefur mér fundist gleði og ánægja með lífið og að það er litið á alla sem jafningja.  Mér datt í hug samlíkingin við Kardimommubæ, þar gekk allt bæjalífið vel en ræningjarnir þrír, þeir Kasper, Jesper og Jónatan, héldu bænum í heljargreipum en sem betur fer rættist úr því.  Sama má kannski segja um Sólheima, "ríkisstjórn fólksins" heldur samfélaginu þar í heljargreipum en vonandi rætist úr með það eins og gerði í Kardimommubæ.  Margir hafa í gegnum árin getað þakkað Sólheimum það að þeir hafa getað átt gott líf og vonandi verður það þannig um ókomna tíð.............
mbl.is Þjónustu við fatlaða hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð hvað ég er hjartanlega sammála hverju einasta orði!

Guðrún (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband