UM "LÖGLEGT" OG "ÓLÖGLEGT" SMYGL.............................................

Jú fyrirsögnin er skrýtin en kannski ekki alveg "út úr kú".  Þannig var nú mál með vexti að á þeim tíma sem ég var í siglingum voru tvær tegundir af smygli, sem við, á þeim skipum sem ég var á, gerðum stóran mun á:  Annars vegar var það smygl á áfengi og tóbaki, sem okkur fannst "í lagi með" en hins vegar var smygl á eiturlyfjum og öllu því viðkomandi. Það sem okkur um borð í skipunum fannst verst að ef eiturlyf eða eitthvað svoleiðis fannst í skipinu, var orðsporið sem það fékk á sig alveg voðalegt og varð oft þess valdandi að erfiðlega gekk að manna það og svo var líka að ef einu sinni hafði komið upp svoleiðis mál á skipi, leiddi það til þess að NÁKVÆMARI leit fór þar fram þegar skipið kom úr siglingu og því meiri áhætta að vera með nokkuð umfram það sem var leyfilegt.  Því var það yfirleitt gert að menn "losuðu" sig við þá sem voru líklegir til að reyna að smygla eiturlyfjum en það tókst nú ekki alltaf eins og dæmin sanna í gegnum tíðina.
mbl.is 117 vodkalítrar og varahlutir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband