ÁFRAM STELPUR......................................

Þó svo að "stelpurnar okkar" hafi ekki komist upp úr riðlinum sínum, sem var alveg ógnarsterkur og ég held að það hefði talist til kraftaverka ef þær hefðu komist áfram, þá sýndu þær að þær eru komnar til að vera eitthvað á stórmótum, þær eru ekki lengur efnilegar heldur eru þær góðar og við getum verið stolt af þeim.  Fyrsti leikurinn þeirra á EM, fór eins og mátti búast við í að ná "stressi" úr þeim og þar af leiðandi gerðu þær nokkur mistök, en þær lærðu af þessum leik og eftir þennan leik lá leiðin bara upp á við.  Og ég er bara mjög bjartsýnn, fyrir þeirra hönd, um góðan árangur.  Ég er viss um að kvennalandsliðið á eftir að verða á svipuðum slóðum og karlalandsliðið í handknattleik og þær ERU og VERÐA landi og þjóð til sóma.
mbl.is Ísland mætir Úkraínu um sæti á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband