ÚTSÉÐ MEÐ ÞESSA FORMÚLUVERTÍÐ FYRIR HANN.................

.... En vonandi kemur hann tvíefldur til baka á næsta ári.  Mig og marga aðra var farið að hlakka til að fylgjast með honum þetta árið.  Hann lofaði mjög góðu og frammistaða hans undanfarin ár sagði það að þarna væri framtíðarmeistari á ferðinni, en hann hafði aldrei haft bíl til umráða sem var fær um að keppa um titilinn þar til í ár en þá höfðu verið gerðar það miklar endurbætur á Renaultinum að hann var orðinn nokkuð samkeppnisfær við þá bestu..  En þá tóku örlögin í taumana, Kubica slasaðist alvarlega og nú er útséð um að hann keppi nokkuð á þessari vertíð og til að drepa niður allar titilvonir ákváðu forráðamenn Reunault að ráða Nick Heidfeld í stað Kubica.  Ekki ætla ég að bera á móti því að Heidfeld sé góður ökumaður, alls ekki og ég stend við það að hann er með betri ökumönnum formúlunnar, en hann er ekki meistaraefni - hann vantar eitthvað "element" í sig kannski er hann eins og menn segja "too nice guy".  Sé ferill Heidfelds skoðaður sést að allur hans ferill hefur einkennst af "miðjumoði" en ökumaður í hans gæðaflokki á alls ekki skilið svoleiðis en því miður hann vantar eitthvað "touch".  Því varð ég mjög vonsvikinn fyrir hönd Renault, þegar Heidfeld var ráðinn.  Vonandi nær Kubica sér að fullu og þetta slys komi ekki til með að hafa áhrif á feril hans.....
mbl.is Kubica útskrifaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband