Föstudagsgrín

 

Lítill drengur óskaði sér mjög innilega að eignast 5000 krónur, og bað til Guðs í margar vikur, án þess að nokkuð gerðist.

Að lokum ákvað hann að skrifa bréf til Guðs til að biðja um peninginn. Pósturinn fékk bréfið, sem var stílað á „Guð á Íslandi", og ákvað að áframsenda bréfið á Heilaga Jóhönnu forsætisráðherra.

Heilagri Jóhönnu fannst bréfið virkilega skemmtilegt og áframsendi það á Gunnarsstaða-Móra fjármálaráðherra og bað hann að senda drengnum peninginn.

Gunnarsstaða-Móra þótti 5000 krónur alltof há upphæð fyrir lítinn dreng og ákvað að senda honum 500 krónur.

Drengurinn var afskaplega kátur með peninginn og skrifaði þakkarbréf til Guðs: „Kæri Guð, þúsund þakkir fyrir peningana sem þú sendir.Ég tók samt eftir að þú sendir hann í gegnum ríkisstjórnina - og það gráðuga pakk tók 90% í skatt!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2011 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband