Föstudagsgrín

 

Bóndi situr á þorpsbarnum og er frekar fullur, þegar maður kemur inn og spyr bóndann; "Hei, af hverju situr þú hérna á þessum fallega degi útúrdrukkinn?"

Bóndinn: "Suma hluti er bara ekki hægt að útskýra"

Maðurinn: "Nú hvað gerðist svona rosalegt?"

Bóndinn:"Nú ef þú þarft að vita það... Í dag var ég að mjólka kúnna mína og sat við hliðina á henni. Um leið og fatan varð full, sparkaði beljan fötunni niður með vinstri fætinum.

Maðurinn: "Nú það er ekki svo rosalegt, hvað er svona mikið mál við það?

Bóndinn: "Suma hluti er bara ekki hægt að útskýra"

Maðurinn: "Nú hvað gerðist næst?"

Bóndinn: "Ég tók vinstri fót hennar og batt hann við stólpann á básnum með reipi. Svo settist ég niður og mjólkaði. Um leið og fatan var að verða full. Sparkaði beljan í hana með hægri fætinum og velti henni líka.

Maðurinn: "Aftur?"

Bóndinn: "Suma hluti er bara ekki hægt að útskýra"

Maðurinn: "Hvað gerðirðu þá?"

Bóndinn: "Ég tók þá hægri fótinn og batt hann líka við stólpa á básnum."

Maðurinn: "Og hvað gerðirðu þá?"

Bóndinn: "Ég settist niður og hélt áfram að mjólka hana, og um leið og fatan var að verða full þá velti helvítis beljan fötunni niður með halanum..."

Maðurinn: "Vá þú hlýtur að hafa verið orðið pirraður þá?"

Bóndinn: "Suma hluti er bara ekki hægt að útskýra"

Maðurinn: "Og hvað gerðirðu næst?"

Bóndinn: "Sko...ég hafði ekki meira reipi svo ég tók af mér beltið og batt þannig halann á henni upp. Akkúrat þá, duttu niður buxurnar mínar niður og konan mín gekk inn."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

góður þessi Jóhann/Kveðja og góða helgi !!!

Haraldur Haraldsson, 3.6.2011 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband