ER ÞETTA "SVAR" ICELANDAIR VIÐ MANNASKORTINUM??????????????

Er það ekki þannig að þeir hafa orðið að aflýsa ferðum vegna þess að ekki var hægt að manna flugvélarnar???  Með því að fækka flugmönnum um 59 verður að gera ráð fyrir að það verði að fella niður fleiri flugferðir.  Ekki vitum við nákvæmlega um hvað deilan snýst en ég vil bara ítreka það að sjaldan veldur einn er tveir deila það virðist nokkurn veginn komið á daginn núna.  Flugmenn eru ekki eini skúrkurinn í þessari deilu núna...........................................
mbl.is 59 flugmönnum sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrirgefðu, en fljúga að jafnaði jafn margir til og frá Íslandi í hverjum mánuði?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 21:09

2 identicon

Þú þekkir til vertíða.  Hvað fá menn borgað utan vertíðar á sjó þegar skip er ekki á veiðum?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 21:11

3 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Fyrirgefðu Stefán, en Icelandair er ekki bara að fljúga til og frá Íslandi - þeir sinna einnig mörgum verkefnum erlendis. Og fyrirgefðu Stefán sem virðist hafa þetta allt á hreinu - en hvernig stendur á því að erlend flugfélög, sem glíma við alveg jafn miklar árstíðabundnar sveiflur, segja ekki upp sínum flugmönnum!?!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 27.6.2011 kl. 21:19

4 identicon

Margrét Elín:  Ég er ekki með allt á hreinu.  Hefur þú skoðað farþegatölur Icelandair?  Það er alltaf árstíðabundið tap,  af hverju ætli það sé?  Icelandair flýgur aðallega til og frá Íslandi og því eru árstíðabundnar sveiflur.

Ekki vera svona fúl út í mig. 

Hvað veistu um flugfélög landa sem hafa einnig árstíðabundnar sveiflur,  geturðu kanski látið okkur vita hvað þau gera?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 21:22

5 identicon

Jóhann, er það ekki frekar augljóst að Icelandair er skúrkurinn hérna?? Þeir eru að gera núna einsog þeir hafa gert í mörg ár að segja mönnum upp um sumarið (3ja mánaða uppsagnarfrestur) til að fækka þeim um veturinn þegar áætlunin er mun minni. Þetta er einmitt aðaldeilumálið hjá þeim núna að stéttarfélagið er að þrýsta á að halda fleira fólki í vinnu allt árið en ekki laun. Þess vegna eru flugmenn í þessu yfirvinnubanni núna, fyrir utan að það er fullkomnlega eðlilega að vilja fá að vera í fríi á sínum frídögum. En Icelandair fór viljandi undirmannað inni í háannatíð sem sumarið er alltaf í fluginu treystandi á að þeir gætu keypt af mönnum frídaga til að þurfa ekki að ráða jafn marga. Sem er ástæðan fyrir aflýstum flugum, því það var einfaldlega ekki búið að manna þau, og það er enginn mannskapur á bakvakt! En svo má líka minnast á að svo kannski sér Icelandair að þeir þurfa aðeins fleiri aðeins lengur í haust einsog gerist oft og kannski framlengja hjá nokkrum um mánuð eða tvo. Svona getur enginn lifað! Starfsöryggið er ekkert, og menn eru búnir að fá nóg af þessu. Menn hafa alltaf búist við svona fyrstu 2-3 árin og sætt sig við það, en þetta er bara núna orðið svo miklu meira en það.

 Vona að þetta útskýri eitthvað

Gunnar (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 21:22

6 identicon

Ég þekki aðeins til í ferðaþjónustu.

Þetta er eitt erfiðasta verkefni ferðaþjónustufyrirtækja, þ.e. að manna rétt.

Stundum er yfirmannað og stundum er undirmannað.  Það er aldrei gaman að vinna þegar það er undirmannað og þá þarf að vinna lengur og einnig á frídögum. 

Þetta er hluti af því að vinna í ferðaþjónustu.  Það er erfitt því þetta er frekar árstíðabundið eða bundið við ákveðna háannatíma.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 21:28

7 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Veistu það félagi Stefán - Íslendingar eru ekki nema 25% af farþegafjölda Icelandair. Aðalmarkaðurinn þeirra er á milli USA og Evrópu. Þar að auki eru þeir með alls kyns verkefni erlendis. Stærstu flugfélög vesturheimsins, s.s. British Airways, KLM, Air France, Lufthansa, United Airlines og Delta draga saman áætlun milli Evrópu og USA á veturnar um ca. 20-35% en segja ekki upp einum einasta flugmanni vegna árstíðasveiflna!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 27.6.2011 kl. 21:31

8 identicon

Til að hafa réttmætan samanburð við Icelandair má nefna SAS þar sem þau eru bæði áætlunarflugfélög sem fljúga bæði innan Evrópu og frá Evrópu til Bandaríkjanna. Þeir hafa aldrei gert þetta að segja mönnum svona upp bara á veturna einsog Icelandair gerir og hefur alltaf gert. Þeir hafa reyndar ekki ráðið síðan 2001 fyrren núna. Þeir eru með árstíðasveiflur líka einsog flest flugfélög í heiminum hafa en halda fólki samt í vinnu. Það má líka nefna Astraeus sem flýgur fyrir farmiðasöluna Iceland Express, þeir flugmenn sem eru þar að fljúga frá Keflavík eru í vinnu þar allt árið um kring, amk Íslendingarnir eftir því sem ég best veit. Og eru þeir með árstíðasveiflur líka.

Icelandair hefur bara alltaf komist upp þetta, og núna er kominn tími til að setja fótinn aðeins niður á móti þessu. Það væri nær held ég að fólk í ferðaþjónustunni stæði nú aðeins saman heldur en að ráðast svona á hvort annað án þess að vita nokkuð um hvað málið snýst.

Gunnar (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 21:33

9 identicon

Önnur flugfélög nota starfsmannaleigur.  Þá þurfa þau ekki að segja upp fólki.

Þetta er það sem deilt er um í Þýskalandi.  Cockpit, verkalýðsfélag flugmanna hjá Lufthansa vilja ekki að Lufthansa leigi til sín flugmenn.  Þess vegna fóru þeir síðast í verkfall.  Ég held að það hafi verið í fyrra.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 22:15

10 identicon

Það er ekki rétt Stefán. Mjög fá nota starfsmannaleigur, sem eru einungis til að fyrirtækin sleppi við öll hefðbundin gjöld við starfsfólk og geti losað sig við fólk á einfaldan og fljótlegan hátt og er skammarblettur á þessum bransa þar sem þessi fáu flugfélög sem þetta gera svífast einskist til að sleppa við kostnað við starfsfólk og stéttarfélög. Og þar með geta troðið á öllum réttindum fólks á skítugum skónum og komið fram við það einsog rusl.

Lufthansa mun aldrei gera það og hefur aldrei gert, sama með t.d. SAS, Swiss, British Airways, KLM, Air France, Virgin og listinn er endalaus. Einungis fyrirbrigði einsog til dæmis Micheal O'Leary forstjóri Ryanair gerir þannig og kemur við fram við starfsfólkið sitt einsog rusl.

 Myndir þú vilja vinna þannig??

Gunnar (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 22:44

11 identicon

En ef maður ræður sig í gegnum starfsmannaleigu eða á hvers konar "vertíð" þá veit maður að hverju maður gengur. Flugmenn Icelandair eru ekki ráðnir með þeim skilyrðum, þeir eru fastráðnir og þess vegna verður Icelandair að segja þeim upp með 3ja mánaða fyrirvara. Sumir þessara manna sem er verið að segja upp núna voru í vinnu síðastliðinn vetur og voru margir hverjir ráðnir 2005! Það er bara allt annar handleggur en þegar maður ræður sig vísvitandi í tímabundin verkefni.

Flugmenn án réttinda og kjarasamnings (starfsmenn starfsmannaleiga) eru ein helsta ógn við flugöryggi í heiminum í dag og er eitt helsta baráttumál IFALPA (Alþjóðasamtök flugmanna) að flugmenn starfi í öruggu starfsumhverfi en ekki sem verktakar. Allir flugmenn Iceland Express eru t.d. verktakar og njóta engra réttinda. Hvers vegna eiga flugmenn eitthvað frekar en aðrar stéttir að starfa utan stéttarfélaga?!

Ólafía (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 22:50

12 identicon

Lufthansa hefur aldrei sagt flugmönnum upp?

Lestu þessa grein hérna:

http://www.spiegel.de/wirtschaft/unternehmen/0,1518,678437,00.html

Þar stendur þessi setning:

Die Piloten fordern nun von der Lufthansa die Auslagerung der Stellen zu stoppen.

Ég skal leyfa þér að þýða þessa setnningu.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 23:05

13 identicon

Stefán lestu þetta betur, ég sagði hvergi að Luftahansa hefði aldrei sagt upp flugmönnum, heldur að þeir hafi ekki notað starfsmannaleigur, amk ekki fyrir Lufthansa fyrirtækið sjálft..  hvort það annað gæti átt við aðra arma þess einsog Condor til dæmis þekki ég ekki

Gunnar (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 23:15

14 identicon

Gunnar:  Hvað heldur þú að orðið "Auslagerung" merkir?  Þetta er hjá Lufthansa.

Það merkir að krafa verkalýðsfélkagsins sé að Lufthansa hætti að nota starfsmannaleigur.

Ég hef fylgst með öðru auganu með verkalýðsbaráttu þýskra verkalýðsfélaga gegn starfsmannaleigum.

Þetta er ein af þeim baráttum:)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 23:25

15 identicon

Síðast þegar ég sá tölur um farþegafjöldann þá voru Íslendingar innan við 10% og gott ef ekki 5% þegar minnst er.

Þrátt fyrir hugmyndir um annað þá hafa Flugleiðir alltaf reitt sig á leiðina Evrópa - Ameríka til að halda uppi kerfinu.

Karl J. (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 23:45

16 identicon

Hefur einhver okkar skoðað tölur yfir farþega á hverju tímabili fyrir sig?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 23:50

17 identicon

Það er gaman að ykkur.

Fýkur yfir Heiðar (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 00:27

18 identicon

Stefán Júliusson, það eru til flugfélög á Íslandi sem komast upp með það að nota starfsmannaleigur og stafsmenn sem ekki hafa starfs réttindi eða atvinnuleyfi í Evrópu.

Og eru að stela vinnu frá fagfólki á Íslandi með samþykki stjórnvalda hér.

Ertu að mæla því bót?

Skammastu þín.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 01:04

19 identicon

Arnór:  hvað er að þér elsku besti?  Hvar er ég að segja að það sé í lagi?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 01:18

20 identicon

Stefán Júliusson, hvað er ideal ferða þjónustan á Íslandi í dag?

Jú það er ferðaþjónusta sem skapar landsmönnum öllum, fagfólki úr öllum greinum stöðuga og góða vinnu, árið um kring.

En ekki útrásardónum með diplómu í að arðræna allan verkalíðinn, full time jobb. Sem felst í því að segja öllum hinum upp. Tilað borga hærri bónusa. Eins og diplóma þín hljóðar uppá.

Íslandi í dag, vantar ekki SNILLINGA í ferðaþjónustuna til að ráða til Íslands verktaka, sem hafa engan rétt á vinnumarkaði og eru margir ólöglegir og borga enga skatta.

Bara til að þú og hyskið sem stýrði Íceland Air hér fram að hruni geti verið á fullum launum árið í kring og drullað á alla hina.

Íslandi í dag, vantar fullvinnandi fólk sem borgar skatta alt árið!

Mæli með að þú klárir diplómu þína á öðrum vetvangi.

Ísland þarf ekki SNILLINGA eins og þig.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 01:32

21 identicon

Já, sumir æsa sig þegar það er komið fram yfir miðnætti.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband