HVAR SKYLDI "SKJALDBORGIN" UM HEIMILIN Í LANDINU VERA????????

Ekki hefur "Ríkisstjórn Fólksins" gert mikið til hjálpar heimilunum.  Hefðu ekki verið stofnuð Hagsmunsamtök Heimilanna, væri enginn hér á landi, sem gerði nokkurn skapaðan hlut til þess að gæta hagsmuna heimilanna og skuldara.  Það var stofnað embætti umboðsmanns skuldara en það embætti er nú mest í að afgreiða erfið skuldamál einstaklinga en virðist ekki vinna mikið að hagsmunamálum skuldara yfirleitt.
mbl.is Hrina uppboða í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það eru örugglega margir sem spyrja sig að þessari spurningu þessa dagana Jóhann...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.9.2011 kl. 22:42

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll kæri bloggvinur, þarna er ég þér innilega sammála, það hefur lítið verið gert fyrir þær fjölskyldur sem virkilega eru í vanda staddar, ég þekki marga sem hefðu þurft á alvöru hjálp að halda en ekki fengið.

Kær  kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 3.9.2011 kl. 23:12

3 Smámynd: GunniS

en var húsnæðisverð ekki að hækka um daginn, og ástæðan fyrir því var sögð

vera svo mikil sala á íbúðum ? svo eftir að hafa lesið þessa frétt, þá spyr maður

hver er að kaupa þessar íbúðir ?  kannski bankarnir, og ætla þannig að skapa en eina loftbóluna sem endar með að springa með hvell.  

GunniS, 3.9.2011 kl. 23:33

4 identicon

hvernig væri að knésetja steingrim og jóhönnu að viðurkenna að brottfluttir eru atvinnulausir hér líka

bpm (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 01:14

5 identicon

Hagsmunasamtök óreiðumanna ætlast til að allir borgi skuldir þeirra.

Nema þeir sjálfir.

Badu (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 03:09

6 Smámynd: Ólafur Ólafsson

Ég taldi nú ekki fjölda íbúða sem á að bjóða upp á Suðurnesjum 8 sept. sem auglýst er á vf.is

kv

Óli

Ólafur Ólafsson, 4.9.2011 kl. 04:40

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Halldór 01.09.2011

Magnús Sigurðsson, 4.9.2011 kl. 08:30

8 identicon

skjaldborgin varð aldrei í raun. þetta hefur verið einn orðaleikur frá upphafi hrunsins.

Gunnar Hallberg (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 10:07

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hagsmunasamtök Heimilanna krefjast þess að fólk fái að greiða sínar skuldir í friði, en sé ekki gert það ókleift með lögbrotum og sviksamlegu athæfi.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.9.2011 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband