Föstudagsgrín

 

Gamall maður lá á dánarbeði sínu. Þegar hann fann greinilega að hann átti mjög skammt eftir ólifað, fann hann allt í einu dásamlegan bökunarilm koma úr eldhúsinu, þetta voru greinilega súkkulaðibitasmákökur. Með einstökum viljastyrk tókst honum að hífa sig fram úr og komast alveg fram á gang og inn í eldhús. Þegar hann var kominn þangað beitti hann allra síðustu kröftum sínum í að teygja sig eftir köku. Hann var svo gott sem kominn með eina í hendurnar þegar konan hans lamdi á handarbakið á honum með sleif og sagði:

"Láttu kjurt, þær eru fyrir erfidrykkjuna!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband