"FYRIRGEFÐU Á MEÐAN ÉG ÆLI"...........................................

Ég lagðist nú niður við það að skoða "stefnu" VG í sjávarútvegsmálum.  Ég gat ekki með nokkru móti séð að þar væri að finna nokkra heilstæða stefnu eða nokkuð sem heil brú væri í.  Þarna var nú bara talað um "auðlindir í almannaeigu", sem virðist vera nokkuð mikið notað hugtak í þeirra röðum og svo velta þeir fyrir sér að fyrningaleiðin gæti verið eitthvað til að horfa til (en flestir eru sammála um að fyrningaleiðin er einmitt það versta sem hægt er að láta sér detta í hug).  Það er nokkuð ljóst að það þetta fólk hefur ekki nokkra glóru í hausnum og það er bara orðið forgangsmál að losna við þetta lið og það STRAX áður en það veldur enn meiri skaða en þegar er orðinn..............................
mbl.is Fylgja eigi eftir stefnu VG í kvótamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þau leggja dauða hönd á allt sem þau koma nálægt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2012 kl. 18:40

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það verður seint sagt að nokkuð vitrænt finnist í "stefnuskrá" VG. Það er þó kannski ekki það versta, sumir eru hrifnir af rugli og vilja kjósa slíkt yfir sig. Það sem er þó verst hjá VG er að þeir geta ekki með nokkru móti staðið við "stefnu" sína. Hún er beinlínis í mótsögn við sjálfa sig og í algerri mótsögn við raunveruleikann. Því er með öllu útilokað fyrir þingmenn VG að standa við "stefnu" flokks síns, NEMA þeir séu í stjórnarandstöðu!

Til að flokkurinn komist til valda verður hann að svíkja eigin "stefnu" og það hefur hann vissulega gert á eftirminnanlegann hátt!!

Það fylgi sem VG fékk í síðustu kosningum var einkum af tvennum hætti, annarsvegar og sennilega að stæðstum hluta vegna eindrægrar andstöðu við ESB aðild og hinsvegar vegna þess að flokkurinn var sá eini sem gat talist nokkurnveginn saklaus af hruninu.

Andstaðan gegn ESB aðild var fljót að fjúka þegar stólarnir voru í augsýn og sakleysi flokksins kom einkum til vegna þess að þeim hafði tekist að vera í stjórnarandstöðu, þar sem þeir eiga heima, svo lengi. Það sakleysi fauk einnig þegar til átti að taka og í ljós kom að stjórnkænnska og vit VG var síst meiri eða betri en þeirra flokka sem kenndir eru við hrunið. Jafnvel Samfylkingn býr yfir meiri stjórnkænnsku en VG, þó vitið sé kannski á sama leveli. Það sést best á því hvernig sá flokkur snýr VG liðum hringinn í kringum sig og notar þá eins og smalahunda, án þess að ég sé að gera lítið úr hundunum!

Gunnar Heiðarsson, 25.2.2012 kl. 19:50

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gunnar það hefur verið upplýst af til dæmis Atla Gíslasyni og jafnvel fleirum að ESBumsóknin hafi verið samþykkt FYRIR KOSNINGAR.  af Steingrími og Jóhönnu.  Hann var því talandi tungum tveim og vissi betur.  Þetta setur þennan mann í algjöra sérstöðu í röðum lygara og falsspámanna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2012 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband