ÞETTA FER Í SÖGUBÆKURNAR........................................

Fyrir það fyrsta er það ekki mjög algengt að hafa ÞRJÁ fyrrum heimsmeistara á verðlaunapalli og þar  að auki hafa þeir ALLIR keyrt fyrir Ferrari, Alonso keyri fyrir liðið núna en bæði Raikkonen og Schumacher keyrðu fyrir liðið áður.  Hingað til hefur það verið þannig að það hefur enginn unnið í Valencia, sem hefur verið aftar enn í þriðja sæti á rásmarki.  En Alonso breytti því heldur betur í dag því hann byrjaði í 11 sæti á rásmarki í dag og Schumacher, sem varð í þriðja sæti var í 12 sæti á rásmarki.  Að sumu leyti höfðu þeir heppnina með sér því Vettel, Hamilton, Grosjan og Maldonado féllu úr keppni.  Keppnin var spennandi og skemmtileg alveg til loka og vissulega hleyptu úrslitin miklu lífi í mótið og það verður virkilega skemmtilegt að fylgjast því sem á eftir kemur...............

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband