Föstudagsgrín

Pétur átti eina
dóttur sem hann elskaði mjög mikið. Pétur átti líka stórt og arðbært fyrirtæki.
Pétri líkaði ekki allskostar vel við nýja tengdasoninn en fann líka að dóttir
hans tók það nærri sér. Hann ákvað því að brjóta odd af oflæti sínu og taka
unga manninn inn í fjölskylduna með stæl. Hann biður unga manninn að koma að
máli við sig sem hann og gerir. Þar tilkynnir Pétur honum að hann hafi tekið
ákvörðun um að gefa honum helminginn af fyrirtækinu sínu til að sína honum að
hann sé raunverulega velkominn í fjölskylduna. Þetta leist unga manninn afar
vel á og tók fagnandi á móti gjöfinni. Pétur segir þá við hann að næsta morgun
skuli hann mæta í verksmiðjuna og byrja að vinna þar og síðan sjái þeir til
hvernig málin þróist. Þetta leist unga manninn hins vegar alls ekki á. "Það á
ekki við ... mig að vinna í verksmiðju, það er allt of mikill hávaði og svo er
allt svo skítugt. Nei, þetta gengur ekki upp.", segir hann. Pétri var auðvitað
brugðið en til að leysa málið segir hann við unga manninn að þetta sé ekkert
mál. Hann skuli mæta næsta morgun niður á skrifstofuna sína og vinna þar með
honum. "Nei, það gengur heldur ekki upp sagði ungi maðurinn. Ég get ekki verið
að loka mig inní litlu herbergi bak við lítið skrifborð. Ég get ekki unnið á
skrifstofu, það er alveg klárt mál.", segir hann. Nú var farið að fjúka í Pétur
enda viðbrögð unga mannsins honum alveg óskiljanleg. "Hvað á ég þá að gera við
þig, þú villt ekki vinna á skrifstofunni og ekki í verksmiðjunni. Hvað á ég
eiginlega að gera þá.", segir Pétur.

"Það er einfalt"
svaraði ungi maðurinn. "Ég skal bara selja þér minn hluta af fyrirtækinu".....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.7.2012 kl. 09:54

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Alvöru bissnesmaður.

Helga Kristjánsdóttir, 20.7.2012 kl. 10:38

3 identicon

Hm. er þetta kanski dæmisaga um "þjóðnýtingu" fiskimiðanna? Nú eða afréttarlanda?  Vatnsréttinda?  Þessi srákur virðst ansi dæmigerður Íslendingur nú til dags, skyldi hann kanski vera í Samfylkingunni? 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband