Föstudagsgrín

Ung nýgift hjón
voru komin í hjónasvítuna á hótelinu í brúðkaupsferðalaginu. Þegar þau voru að
afklæðast skutlaði maðurinn, sem var mjög þrekvaxinn og stór, buxunum sínum til
brúðarinnar og sagði: ,,Hérna, farðu í þær!"

Hún fór í þær en þurfti báðar hendur til að halda þeim uppi þar sem þær voru
allt of víðar. ,,Ég get ekki verið í buxunum þínum," sagði hún.

,,Það er alveg rétt," svaraði eiginmaðurinn, og gleymdu því aldrei. Ég er
húsbóndinn og það er ég sem geng í buxum í þessari fjölskyldu!"

Brúðurin snaraði sér þá úr nærbuxunum og sagði brúðgumanum að fara í þær. Hann
reyndi en náði þeim aðeins upp að hné.

,,Fjandinn!" sagði hann. ,,Ég kemst ekki í nærbuxurnar þínar!"

,,Skarplega athugað," svaraði hún. ,,Og þannig verður það þar til viðmót þitt
breytist"!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband