ENDURSPEGLAR ÞESSI DÓMUR EKKI ÞJÓÐFÉLAGIÐ SEM VIÐ BÚUM Í????

Eigum við ekki að leggja embætti Sérstaks Saksóknara niður strax???  Staðfestir þessi dómur það ekki að það kemur aldrei neinn, sem er "aðalleikari" í hruninu, til með að vera dæmdur.  Þeir einu sem hljóta dóm eru einhver "smápeð" og einhverjir "aukaleikarar" í hruninu en "forsprakkarnir" sleppa alveg.
mbl.is Jóni Ásgeiri dæmdar miskabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Réttarkerfið á Íslandi er farið að líkjast skrípaleik að minu mati.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2012 kl. 17:40

2 identicon

Nákvæmlega! Fékk dómarinn milljón undir borðið???????????????

anna (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 17:55

3 identicon

Dómarnir verða sennilega færri en fólk átti von á meðan fréttamenn voru á fullu að ljúga sakir uppá fólk. Ég hefði haldið að fréttamenn hefðu af nægu að taka án þess að þurfa að grípa til skáldskapar. Eins þykir mér athyglisvert að RUV telur ekkert athugavert við það að fréttamenn þeirra búi til fréttirnar úr sófanum heima.

 

ENDURSPEGLAR ÞESSI DÓMUR EKKI ÞJÓÐFÉLAGIÐ SEM VIÐ BÚUM Í???? Hver man ekki eftir Lúkasarmálinu? Svo virðist sem þjóðfélagið sem við búum í sé að þróast í þá átt að fólk er sekt þar til sakleysi sannast...og jafnvel sannað sakleysi nægir ekki öllum. Og þegar ekkert sannast og illa liðið fólk fær ekki dóm er réttarkerfið kallað skrípaleikur og dómarar vændir um mútuþægni.

sigkja (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 19:25

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Liggur ekki vandinn í lögunum okkar ? Er lausnin ekki sú að þrýsta á Alþingismenn okkar til að breyta lögum, eða setja sérlög ef þarf, semgulltryggir starfsöryggi fjölmiðlafólks og heimildamanna þeirra, svo þeim sé unnt að stunda störf sín ???

Þetta gengur ekki að hvert málið af öðru falli á þann veg að fréttamenn þurfi að borga bætur og málskostnað..bara gengur ekki.  Ég vil trúa því að vandinn sé frekar lögin en að við séum með dómara sem taka við mútum.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.11.2012 kl. 20:03

5 Smámynd: Pétur Harðarson

Þetta væri skandall ef fréttamaðurinn hefði getað hunskast til að vinna heimavinnuna sína. Það er ekki nóg að hafa rétt fyrir sér í fréttamennsku. Menn hljóta að þurfa að byggja mál upp almennilega áður en þeir rjúka í útsendingu. Menn eins Jón Ásgeir eru með færa lögfræðinga til að finna allar mögulegar smugur og það leggur enn meiri ábyrgð á menn sem vilja kenna sig við rannsóknarblaðamennsku.

Ég held að vandinn liggi ekki í lögunum heldur í viðhorfi hjá fólki. Hér er meira lögræði en lýðræði. Það er í lagi að gera allt svo lengi sem það er löglegt. Viljum við t.d. breyta lögum þannig að fréttamenn mega birta það sem þeim sýnist án þess styðja það með rökum og staðreyndum? Til hvers að breyta stjórnarskrá og flækja lagakerfið þegar fólk ber enga virðingu fyrir lögum og reglum? Þingmenn og ráðherrar virða ekki einu stjórnarskránna og af hverju eigum við þá að gera það? Hér skipast fólk í fylkingar út af nýrri stjórnarskrá á meðan við vitum öll að þetta sett upp til að nota sem vopn í komandi kosningum. Það verður ekki talað um að bjarga heimilunum (eins og það verði einhvern tíma) heldur verður rifist um hver geti klárað stjórnarskrármálið sem, nota bene, er heimatilbúið vandamál sem skiptir nákvæmlega engu máli fyrir okkur á þessari stundu. Það sem þarf að gera er að það sem stjórnarflokkarnir lofuðu (lugu) í kosningabaráttunni. Það þarf að hreinsa til í öllu ríkisbálkninu og við kjósendur eigum að gefa það sterklega til kynna að við kærum okkur ekki um þessa skömmustulegu þingmenn sem enn sitja á þingi þrátt fyrir að hafa í það minnsta framið alvarleg afglöp í starfi og í versta falli setið inni fyrir spillingu og fjárdrátt! Við verðum einhvern veginn að neyða flokkana til að taka aðeins til hjá sér og gera hreint fyrir sínum dyrum.

Pétur Harðarson, 15.11.2012 kl. 21:01

6 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Enduspeglar þjóffélagið. Þeir sem eru mestu krimmarnir og stela mestu eru, lagatæknilega séð, okkar mætustu þjóðfélagsþegnar sem lagatæknar hreinlega slefa yfir hvar sem þeir komast í tæri við þá.

Guðmundur Pétursson, 16.11.2012 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband