Föstudagsgrín

Siggi og Jói voru á leiðinni á skíði í Kerlingafjöllum. Á leiðinni lenda þeir í afleitu veðri og villast. Þeir koma að sveitabæ og banka að dyrum. Til dyra kemur gullfalleg ekkja sem bjó þar ein. Þeir spyrja hvort að þeir geti nokkuð fengið að gista þar til veðrinu sloti.

"Ekkert mál," segir ekkjan og þeir koma sér fyrir.

Níu mánuðum seinna fær Siggi bréf frá lögfræðingi ekkjunnar. Hann hringdi
um...svifalaust í vin sinn og spyr: "Jói, manstu eftir fallegu ekkjunni sem
leyfði okkur að gista þegar við villtumst í óveðrinu á leiðinni í Kerlingafjöll?"

"Já já, ég man eftir henni."

"Ekki vill svo ótrúlega skemmtilega til að þú hafir vaknað þarna um nóttina og farið á hana?"

"Jú, ég verð nú að viðurkenna það," segir Jói.

"Og ekki vill svo til að þú hafir gefið henni upp mitt nafn og mitt heimilisfang?"

"Ég er hræddur um að það sé rétt," segir Jói ákaflega vandræðalegur.


"Þakka þér! Hún var að deyja og ég erfði allt!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 Hann er lúmskur þessi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.2.2013 kl. 09:55

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Góður

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 15.2.2013 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband