Föstudagsgrín

Náungi á næsta
borði starir á glasið sitt, þegar stór og mikill svoli í leðurgalla merktum
alræmdum mótorhjólaklúbbi, kemur inn á barinn, gengur beint að náunganum á
næsta borði, grípur glasið hans og sýpur úr því í einum teig.

„Og hvað ætlar þú að gera í þessu" segir leðurjakkagæinn ógnandi, en náunginn
brestur í grát.

„Svona nú" segir leðurjakkagæinn, „ég þoli ekki menn eins og þig sem væla, út
af smáhlutum."

„Þetta er versti dagur sem ég hef upplifað" segir náunginn á næsta borði.

„Ég er algjörlega misheppnað eintak". „Ég var of seinn á fund í vinnunni og var
rekinn vegna þess". „Þegar ég kom út á bílaplanið og ætlaði að fara heim, komst
ég að því að bílnum mínum hafði verið stolið og ég var ótryggður gagnvart því."
„Ég tók leigubíl heim og gleymdi veskinu mínu í honum og ég veit ekkert hvaða
leigubíll þetta var".

„Þegar ég kom heim, þá var konan með annan mann í rúminu og þá lenti ég í
slagsmálum við hann." „Í þeim látum beit hundurinn minn mig og þar var verst að
hann, besti vinur minn, skyldi gera mér þetta".

„Svo ég fór hingað á barinn til að herða upp hugann og binda endir á þetta
vesældarlíf."

„Ég keypti mér drykk, setti í hann eiturpillu og var að horfa á pilluna leysast
upp, þegar þú komst og drakkst þennan eiturdrykk frá mér".

...En þetta er nóg af mínum hrakförum, hvernig hefur dagurinn verið hjá þér ........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband