ÞEIR VORU FLJÓTIR AÐ KOMA SÉR Í "VÆLUGÍRINN".

Það er nú meira vælið alltaf í þessu liði.  Þeir koma með fullyrðingar um neikvæð áhrif hvalveiða á ferðaþjónustuna án þess að rökstyðja þær á nokkurn hátt, enda geta þeir það ekki.  Undirritaður tók þátt í því fyrir nokkrum árum að gera könnun á því hvort hvalveiðar hefðu áhrif á hvalaskoðun.  Niðurstaðan var sú að svo var ekki þvert á móti vildu þeir sem þátt tóku í könnuninni bæði sjá hvalina í sínu eðlilega umhverfi og einnig að sjá veiðar.  Sú fullyrðing að hvalaskoðun skili svo miklum tekjum í þjóðarbúið er algjörlega órökstudd, þegar við unnum þessa rannsókn kom í ljós að tekjurnar af hvalaskoðun voru varla upp á hund og framlegðin var mjög svo dapurleg.  En því miður er þetta orðið svo mikið tilfinningamál að það er alveg útilokað að þessir aðilar (hvalaskoðunarfyrirtækin og hvalveiðimenn) geti nokkurn tíma unnið saman.  Fyrsta skrefið er náttúrulega að birta "réttar" tölu þegar verið er með einhverjar fullyrðingar.
mbl.is Ferðaþjónustan mótmælir hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband