ERU ÞÁ ALLAR VÆNDISKONUR FÓRNARLÖMB MANSALS??????

Það mætti ætla það, þegar málflutningur "femínista" er skoðaður.  En sem betur fer þá er það alls ekki svo.  Og það er talað um það, af miklum tilfinningahita, að peningaleysi hafi "neytt" margar konur til að fara út í vændi.  Persónulega þekki ég líka marga menn, sem vegna peningaleysis, neyddust til að fá sér aukavinnu til þess að geta séð fyrir sér og fjölskyldum sínum.  En munurinn er sá að þeir borguðu skatta og skyldur til ríkisins af þessari aukavinnu en eftir því sem ég best veit borga vændiskonur ekki skatta af vinnu sinni.  Umræðan um þessi mál hefur verið nokkuð einsleit það hefur nokkuð mikið borið á því í umræðunni að karlmenn, sem kaupi vændi, séu að notfæra sér neyð kvenna en það er síður en svo að það sé og um leið að gera þá að glæpamönnum.  Væri ekki nær að gera þessa elstu atvinnugrein í heimi löglega og færa hana um leið af götunni og skúmaskotum, þeir sem stunda þessa atvinnu færu reglulega í heilbrigðiseftirlit og verðið yrði kynnt þannig: það kostar X krónur + vaskur???????
mbl.is Telja eðlilegt að kaupa vændi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Þetta er alveg rétt hjá þér.

Austmann,félagasamtök, 12.6.2013 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband