Föstudagsgrín

Móse, Jesú og gamall maður eru að leika golf saman.
Þeir koma að par 3 þar sem fallegt vatn umlykur flötina.
Móses stillir upp og neglir beint út í vatnið. Við það lyftir hann upp höndum og
skilur vatnið í sundur, finnur boltann sinn og slær beint inn á flötina.
Næstur stillir Jesú upp og slær út í vatnið. Hann gengur út á vatnið og þegar
hann er kominn að þeim stað er kúlan fór ofan í, flýtur hún upp á yfirborðið og
hann slær inn á flötina.
Þá er komið að gamla kallinum. Hann þrumar kúlunni beint út í vatnið, en í því
sem hún er að lenda í vatninu grípur silungur hana. En um leið steypir fálki
sér niður og grípur silunginn. Fálkinn flýgur af stað með fenginn en þegar hann
er yfir flötinni kemur elding úr heiðskýrum himninum og lendir í baki hans.
Hann missir silunginn sem lendir á flötinni og kúlan rúllar úr kjafti fisksins
og beint í holuna. Hola í höggi.
Jesú lítur yfir á gamla manninn og tautar ,,Fjandinn hafi það pabbi, getur þú
ekki spilað golf eins og allir aðrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.8.2013 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband