Föstudagsgrín

Fimm ára og
fjögurra ára strákpjakkar eru inni í svefnherbergi að ræða málin: "Veistu? Ég
held að það sé kominn tími á að við byrjum að blóta."Sá fjögurra ára kinkar
kolli til samþykkis.Hinn heldur áfram: "Þegar við komum fram í morgunmat, . .
.þá segir þú helvítis og ég segi andskotans?"Sá yngri samþykkir ákafur.Svo koma
þeir að að eldhúsborðinu og mamma þeirra spyr þann eldri hvað hann vilji fá í
morgunmat."Mig langar í eitthvað annað en andskotans Cheerios."Mamma hans slær
hann utan undir: SMAKK! Og hann hleypur grenjandi inn í herbergi.Því næst spyr
mamman þann yngri hvöss: "Og hvað má bjóða þér ungi maður?""Ég veit það ekki,"
segir hann lágt, "en ætli ég fái bara ekki helvítis Cheerios-ið."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband