HVER SKYLDI STANDA UPPI Í ÖÐRU SÆTI Í SLAGNUM UM HEIMSMEISTARATITILINN????

Það er orðið deginum ljósara að það þarf eitthvað mikið að gera til að Sebastian Vettel verði ekki heimsmeistari þetta árið.  En slagurinn verður um annað sætið og eins og er stendur Fernando Alonso náttúrulega best að vígi þar, Raikkonen vann mjög vel úr málum í dag en vissulega voru það vonbrigði fyrir hann að fara stigalaus úr keppninni í dag.  En miðað við alla þá erfiðleika sem voru hjá Hamilton í dag er árangur hans aðdáunarverður og að sjá slaginn milli hans og Raikkonen á 48 hring var með allra bestu skemmtnum í formúlunni hingað til.  Þau stig sem Hamilton náði í  í dag geta orðið mjög dýrmæt þegar upp er staðið.  Með frammistöðu sinni í dag gerði Massa Ferraristjórunum lífið leitt, þó svo að Eddie Jordan standi fastur á því að Raikkonen verði ökumaður Ferrari á næsta ári.  Hulkenberg gerði mjög vel að ná fimmta sætinu og varðist hann mjög vel í atlögum Rosbergs að því.  Reyndar spái ég Alonso öðru sætinu en það er ekki hægt að afskrifa þá Raikkonen og Hamilton.  Kannski er það óskhyggja hjá mér en ég á frekar von á því að Raikkonen taki þriðja sætið, það virðist vera að Hamilton sé í einhverri andlegri krísu um þessar mundir, vonandi nær hann að vinna úr því sem allra fyrst.
mbl.is Vettel einn á báti alla leið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband