MIKIÐ AFREK...............

Þarna er um að ræða mestu björgunaraðgerð sem nokkurn tíma hefur verið ráðist í.  Líkurnar á að þetta verk myndi heppnast voru örlítið yfir 50% og stóð verkefnið yfir mánuðum saman.  Í fyrstu voru tímamörkin sett á að verkið yrði að klárast áður en hauststormarnir hæfust á svæðinu, því skipið hvíldi á tveimur "tindum" og menn voru hræddir um að skipið gæti fæst til í óveðrum og erfiðara yrði um vik að koma því á réttan kjöl, ef svo færi.  Um mikið verkfræðiafrek er að ræða og svo má ekki gleyma öllu því starfsfólki sem kom að björguninni og var þar valinn maður í hverju rúmi.  Samkvæmt umfjöllun fréttaþáttarins 60 minutes, var fólk frá yfir 20 löndum, sem starfaði við björgunina og ekki skyldi vanmeta  framlag þessa fólks................
mbl.is Costa Concordia á réttum kili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband