EKKI BARA AFTASTUR - HELDUR AF ÞJÓNUSTUSVÆÐINU...........

Þetta er nú ekki til að hjálpa liðinu í þeim fjárhagsvandræðum, sem það er í um þessar mundir.  Kimi Raikkonen segir t.d að hann hafi ekki fengið eitt einasta pund í launagreiðslur þetta árið, frá liðinu.  Það er bara talið bjarga liðinu fjárhagslega ef og þegar Maldonado kemur þar inn með sína sterku bakhjarla.  Það er ljóst að Lotus bíllin er mjög öflugur en liðið sárvantar fjármagn og er horft til þess að það komi með Maldonado og þá verði bjartari dagar.  En það er nokkuð mikið að gerast á ökumannamarkaðnum núna Adrian Sutil var að semja, hann vildi ekki gefa upp við hvern en sagði að það yrði gert opinbert eftir tvær vikur.  Því er slegið föstu að Chilton fari til "stærra" liðs en það er ekkert staðfest.   Fæstir ökumannanna hjá minni liðunum eru búnir að ganga frá sínum málum fyrir næsta ár en mesta athygli vekur ráðningin á 19 ára Rússa til Toro Rosso í stað Riccardo (ég man ekki nafnið á honum) og hann er ekki einu sinni kominn með "super license" (ökuskírteini sem gefur leifi til að keppa í formúlu 1)................
mbl.is Räikkönen sendur á aftasta rásstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband